Ef þú vilt / If you want

** UPPFÆRSLA – UPDATE **
Eftir smá gúgl er alveg ljóst að minnið sveik mig. Það eru nokkur ár síðan ég smíðaði þetta borð og ég mundi ekkert hvað væri hámarks upplausn á lestri. Það er greinilegt að oftar en einusinni á 20ms fresti er bjartsýni (USB HID rekillinn les einusinni á 8ms fresti, borðið er með 6MHz kristal en hvað PICinn er hraður virðast vera skiptar skoðanir um.)

After some googling it is clear my memory failed me. It’s been a few years since I built the board and I didn’t remember the maximum reading frequency. It’s clear that more than once every 20ms is optimistic (the USB HID driver reads once every 8ms, the board has a 6MHz crystal but the speed of the PIC seems unclear.)
** UPPFÆRSLA ENDAR – UPDATE ENDS **

(english below)

Ef þig langar, þá er hér stafrænn og hliðrænn tveggja-porta lesari fyrir Velleman P8055-1 A/D-D/A inntaks-úttaks borðið.

analysis8055-v1

 

Forritið kemur með kóðanum sem þarf til að þýða það eða breyta því. Kemur án ábyrgðar og án kvaða (nema kannski að ef þú býrð til milljónir á því að nota það, þá væri ofsalega gaman að fá amk póstkort að launum 😉 )

This is an analogue and digital 2-port reader for the Velleman P8055-1 Experimental Interface Board.

Feel free to use it as you please. No warranties – expressed or implied. Source is included.

P8055_2_Input_Reader

ATH: Þetta er Visual Studio 2013 Community Edition Lausn.

N.B.: This is a Visual Studio 2013 Community Edition Solution.

thor

5. mars, 2015

Opinn hugbúnaður hefur svo sannarlega sannað ágæti sitt eins og sést á þeim fjölda Linux þjóna sem eru út um allt, LibreOffice sem veitir fólki aðgang að ókeypis skrifstofuvöndli, Alice sem kennir fólki forritun á myndrænan hátt og svo mætti lengi telja.

En sum vinna við opinn hugbúnað er meira af ákafa en áræðni og getur tekið á sig hinar furðulegustu myndir. Bestu (og sjáanlegustu) dæmin um slíkt eru þýðingar. Það að þýða forrit af einu tungumáli yfir á annað er í besta falli vandasamt verk. Ef viðkomandi skilur ekki uppruna-málið nógu vel – eða kann sitt eigið tungumál ekki nógu vel, þá getur afurðin orðið skrautleg – svo ekki sé sterkar til orða tekið.

Dæmi um slíkt er íslenska þýðingin á DokuWiki – en sú þýðing ber flest merki þess að hafa verið framkvæmd vélrænt (t.d. með Google Translate).

Þannig má ekki vinna verkin.

Góð dæmi um vondar þýðingar í DokuWiki eru:

„Afsakið, þessi sannvottunorð er ekki gild. Gakktu úr skugga um að þú notaðir að ljúka staðfesting hlekkur.“

og

„Athugið: Með því að breyta þessari síðu samþykkir þú að leyfisveitandi efni undir eftirfarandi leyfi:“

Mig verkjar nú þegar í málbeinið! :/

Hvað þarf mikið til?

Ég átti til niðri í kjallara „thin client“ frá HP sem ég keypti í bríaríi fyrir mörgum árum. Þetta er 32-bita tölva með eins-kjarna VIA 1GHz örgjörva, 1GB minni og 1GB flash-disk (IDE tengdum). Ég ákvað að gera á þessu fyrirbæri tilraun. Ég henti í það 16GB USB minnislykli í eina af innværu raufunum (sem hægt er að ræsa af) og bjó til net-uppsetningu af Ubuntu. Því miður styður nýlegt Ubuntu ekki ræsingu á þessarri vél (ekki án breytinga) en Ubuntu 12.04 LTS ræsti ágætlega. Ég setti það því upp með Lubuntu gluggakerfi og LibreOffice. NFS client og automounter og heimasvæði tengd af server. Þetta er bara hin allra ágætasta skrifstofuvél til ritvinnslu og töflureiknisvinnslu og kemur merkilega á óvart með meira en helming minnisins aðgengilegan eftir að hafa ræst gluggakerfið OG LibreOffice í töflureiknisham.

Lengi lifi Linux (og gamall tölvubúnaður?)

Unreal Engine 4 – OSS

Það var ekki leiðinlegt – daginn sem ég ákveð að ég þurfi að hafa OSS blogg, þá gefa Epic Games út Unreal leikjavélina sem opinn hugbúnað. Leyfið á Unreal 4 vélinni er eins og á forverum hennar – ef þú býrð til peninga með því að nota hana, þá borgarðu 5% af öllu umfram $3000 í árstekjur af vélinni, annars eru engar sérstakar kvaðir (nema „ekki endurgefa út dótið breytingalaust“).

Það er ekki dónaleg byrjun á deginum (eða blogginu) 🙂